1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið „Röddin“

  1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
  2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
  3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
  4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
  5. Samantekt
  6. Viðauki
Kafli 03

Eftir að stóra útgáfa Gralsboðskaparins kom út árið 1931 – til aðgreiningar frá litlu útgáfu árið 1926 – birti Abd-ru-shin til ársins1934 59 tölusetta fyrirlestra til viðbótar.

nachklaengle-1-400px

Þessa 59 fyrirlestra tók hann síðan saman og birti sömuleiðis á þessu formi ásamt fyrirlestrinum Eðlislaus og eftirmálanum Hvernig skilja ber boðskapinn sem fylgdi ritverkinu Viðbrögð við Gralsboðskapnum I. bindi árið 1934 hjá bókaforlaginu Kallið hf í München. (Efnisyfirlit í viðauka)

Niðurröðun fyrirlestranna í Viðbrögð við Gralsboðskapnum I. bindi víkur einnig frá niðurröðun fyrirlestranna í fyrri útgáfu. Þannig er fyrirlesturinn Hið heilaga orð, sem upphaflega var fyrirlestur númer 25, fremst í þessari útgáfu. Auk þess fengu einstakir fyrirlestrar ný heiti eins og til dæmis Hvíti riddarinn sem fékk heitið Nauðsynlegur jöfnuður, Jól 1932 sem fékk heitið Betlehemsstjarnan, 30. desember 1932 sem fékk heitið Nýtt lögmál, Föstudagurinn langi 1933 sem fékk heitið Það er fullkomnað! sem og Páskar 1933 sem fékk heitið Maður, hleyp páskum í hjarta þitt!

The 59 numbered individual lectures

  • 01. Í landi ljósaskiptanna
  • 02. Upprisumorgunn!
  • 03. Þenkjendur
  • 04. Sjálfviljugir píslarvottar, trúarofstækismenn
  • 05. Þjónar Guðs
  • 06. Eðlisávísun dýra
  • 07. Vináttukoss
  • 08. Konan og sköpunin
  • 09. Beygt áhald
  • 10. Vekið allt sem dautt er í sköpunarverkinu, svo það megi hlýða á dóm sinn!
  • 11. Barnið
  • 12. Hlutverk og eðli konunnar
  • 13. Þúsundáraríkið
  • 14. Hvíti riddarinn
  • 15. Jesús og Immanúel
  • 16. Jól!
  • 17. Alls staðar nærri!
  • 18. Kristur mælti …!
  • 19. Auðmýkt
  • 20. Þyrnigerði fínkennda efnisheimsins
  • 21. Sljóleiki andans
  • 22. Sköpunarlögmálið hreyfing
  • 23. Jarðlíkaminn
  • 24. Geðslagið
  • 25. Hið heilaga orð
  • 26. Maður, sjá hver vegferð þín þarf að vera um sköpunarverkið þannig að örlagaþræðir hemji ekki frama þinn heldur efli!
  • 27. Jól 1932
  • 28. 30. desember 1932
  • 29. Stéttarhroki, félagsvera
  • 30. Skylda og tryggð
  • 31. Sækist eftir sannfæringu!
  • 32. Fegurð þjóðanna
  • 33. Verði ljós
  • 34. Hvernig ertu, þú, maður!
  • 35. Föstudagurinn langi 1933
  • 36. Páskar 1933
  • 37. Á mörkum hins grófgerða
  • 38. Jarðvistarmaðurinn frammi fyrir guði sínum
  • 39. Að skilja Guð
  • 40. Eðlið
  • 41. Þann sem ekki vill hlýða á orð mitt, einhverra hluta vegna, þekki ég ekki á neyðarstundu hans!
  • 42. Smágerðir eðlisþættir
  • 43. Eðlisþættir og grófgerður efnisheimur
  • 44. Sál fer á kreik …
  • 45. Kona og karl
  • 46. Beygðar sálir
  • 47. Andlegur leiðtogi mannsins
  • 48. Ljósstafir yfir ykkur!
  • 49. Jólahljómar berast ógnandi um himingeim
  • 50. Frumdrottningin
  • 51. Hringrás geislunar
  • 52. Forðist farísea!
  • 53. Gagntekin
  • 54. Biðjið og yður mun gefast!
  • 55. Þakkir
  • 56. Ég sendi ykkur!
  • 57. Páskar 1934
  • 58. Og þegar mannkynið spyr …
  • 59. Vonbrigði

 

Frekari 38 stakir fyrirlestrar (númer 60-97) komu út á því formi á árabilinu 1934 og 1937 og voru til sölu. Þeir komu út hjá bókaforlaginu Kallið hf í München og síðar hjá bókaforlagi í einkaeigu að nafni Vomberger, eða bókaforlagið Maria Bernhardt, Vomperberg.

Nokkra þessara fyrirlestra var Abd-ru-shin þegar búinn að fjölfalda og gefa út eins og hann flutti þá upphaflega áður en hann ákvað að senda frá sér aðra, endurskoðaða útgáfu með sömu númerum. Fyrirlestrarnir Víddir frumandans I-VII höfðu áður komið út undir heitinu Víddir andans I-VII. Fyrirlesturinn Víddir andans V var til dæmis fyrst haldinn 22. apríl 1935 og var skömmu síðar gefinn út á því formi. Þegar á árunum 1936/37 kom svo út endurskoðaða útgáfan undir heitinu Víddir frumandans V.
Fyrirlestur nr. 73, Páskar 1935, gaf Abd-ru-shin út undir heitinu Bók lífsins, fyrirlestur nr. 80 Hvítasunna 1935 undir heitinu Lifandi orð.

Auk þess komu ótölusettu stöku fyrirlestrarnir Hvítasunna, Allt þarf að endurnýja! og Fjall hjálpræðis.

38 aðrir stakir fyrirlestrar

  • 60. Hliðinu verður upp lokið!
  • 61. Sárið
  • 62. Alviska
  • 63. Orð mannsins
  • 64. Nýár 1935
  • 65. Sjá hvað þér að gagni má verða!
  • 66. Víddir (frum)andans I
  • 67. Trúaðir í fjötrum vanans
  • 68. Þráin sem bjargar
  • 69. Víddir (frum)andans II
  • 70. Hreinsunin mikla
  • 71. Víddir (frum)andans III
  • 72. Víddir (frum)andans IV
  • 73. Páskar 1935 (Bók lífsins)
  • 74. Víddir (frum)andans V
  • 75. Víddir (frum)andans VI
  • 76. Víddir (frum)andans VII
  • 77. Í tilefni af 30. maí 1935 (Fórnin)
  • 78. Vörður logans
  • 79. Máttur tungumálsins
  • 80. Lifandi orð (hvítasunna 1935)
  • 81. Fjölskyldubönd
  • 82. Heima er best
  • 83. Logi lærisveinsins
  • 84. Veika kynið
  • 85. Löskuð brú
  • 86. Yfirsýn yfir sköpunarverkið
  • 87. Kím andans
  • 88. Kím eðlisins
  • 89. Brautryðjandi
  • 90. Þegar neyðin er stærst er hjálp Guðs ykkur næst!
  • 91. Hreinsandi logaknippi
  • 92. Gjá eigin óska
  • 93. Sál
  • 94. Náttúra
  • 95. Hringur eðlisþáttar
  • 96. Vefengið ekki!
  • 97. Jól

Höfundur kann að hafa haft í hyggju að taka þessa stöku fyrirlestra saman í II. bindi af Viðbrögð við Gralsboðskapnum. En af því varð ekki, bæði vegna sögulegrar sem og andlegrar þróunar. Um þessar mundir er ef til vill í umferð II. bindi af Viðbrögð við Gralsboðskapnum, en það er þá alls ekki frá hendi höfundar.

Útgáfa ritanna hjá bókaforlaginu Kallið í München átti í vök að verjast vegna síaukins þrýstings frá stjórn þjóðernissósíalista og því tók Abd-ru-shin það til bragðs árið 1937 að birta til viðbótar tíu fyrirlestra og svör við spurningum í tímaritinu Röddin hjá bókaútgáfunni Röddin hf í Zürich.

 

Die Zeitschrift <em>Die Stimme</em>“ width=“212″ height=“300″ /></a></p><p> </p><p>Í síðasta tölublaði tímaritsins <em>Röddin</em> var vísað til erfiðleika í sölumálum og því lýst yfir að birtingu næsta tölublaðs yrði að fresta fram í júlí 1938.</p><p>Hvorki tókst að birta fleiri tölublöð af <em>Röddinni</em> né hugsanlega útgáfu II. bindis af <em>Viðbrögð við Gralsboðskapnum</em>. Í mars 1938 handtóku þjóðernissósíalistar Abd-ru-shin og í kjölfarið var honum í september 1938 vísað úr landi frá Austurríki, sem þá hafði verið innlimað, fyrst til Schlauroth hjá Görlitz og í mars 1939 til Kipsdorf (í héraðinu Erzgebirge).</p><div><ul class=

  • 1. TÖLUBLAÐ
  • Leyndardómur blóðsins
    • 8. TÖLUBLAÐ
    • Fyrsta skrefið
    • 2. TÖLUBLAÐ
    • Táknmál Drottins
    • 9. TÖLUBLAÐ
    • Skírlífi
    • 4. TÖLUBLAÐ
    • Barnseðlið
    • 10. TÖLUBLAÐ
    • Björgun! Endurlausn!
    • 5. TÖLUBLAÐ
    • Maðurinn og jörðin
    • 11. TÖLUBLAÐ
    • Dýrkun
    • 7. TÖLUBLAÐ
    • Hvítasunna
    • 12. TÖLUBLAÐ
    • Stirðnun

     

    1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
    2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
    3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
    4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
    5. Samantekt
    6. Viðauki