1920-1926: Tímaritið „Gralsblöð“, Gralsboðskapur útgáfa 1926

  1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
  2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
  3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
  4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
  5. Samantekt
  6. Viðauki
Kafli 01

Strax upp úr 1920 hóf Oskar Ernst Bernhardt að halda fyrirlestra um spurningar sem leituðu mjög á fólk í kringum hans og færði þá í letur..

Á árunum 1923/24 gaf hann út undir höfundarheitinu Abd-ru-shin (Abdruschin) fyrirlestra og svör við spurningum í sjö stökum heftum, Gralsblöðunum ritröð I, hjá útgáfufyrirtækinu Verlag der Gralsblätter (Bókaforlag Gralsblaða), í Bad Heilbrunn, þar sem Bernhardt-fjölskyldan bjó á þeim tíma.

Sem höfundur fyrirlestranna um Gralsboðskapinn notaði Oskar Ernst Bernhardt höfundarheitið Abd-ru-shin sem merkir Þjónn (sonur) ljóssins. Í upphafi notað hann ritháttinn Abdruschin en ritháttinn Abd-ru-shin má einnig sjá strax í Gralsblöðunum þó svo að hann komi sjaldnar fyrir. Sá ritháttur verður síðan ríkjandi eftir miðbik fjórða áratugarins.

 

gralsbl-serie1-heft3-400px

Gralsblöð ritröð I
Yfirskrift fyrirlestra sem og svör við spurningum sem síðar birtust á fyrirlestraformi:

  • 1. TÖLUBLAÐ
  • Hvers leitið þið?
  • Lifið (síðara heiti: Vaknið!)
  • Leyndardómurinn mikli (síðara heiti: Að þegja)
  • Endurlausn (síðara heiti: Upprisa)
  • 2. TÖLUBLAÐ
  • Ábyrgð
  • Örlög
  • Sköpun mannsins
  • Maðurinn í sköpunarverkinu
  • Erfðasynd
  • Guðssonur og mannssonur
  • Guð
  • Innri rödd; Svör við spurningum um trúarbrögð kærleikans
  • 3. TÖLUBLAÐ
  • Endurlausnarinn
  • Leyndardómur fæðingarinnar
  • Er dulræn fræðsla ráðleg?
  • Andatrú
  • Jarðbundinn
  • Er kynferðislegt skírlífi nauðsynlegt eða ráðlegt?
  • Svör við spurningum o.fl. varðandi óflekkaðan getnað
  • 4. TÖLUBLAÐ
  • Æðsti dómur
  • Baráttan
  • Hugsanamynstur
  • Siðsemi
  • Hjónabandið
  • Bænin
  • 5. TÖLUBLAÐ
  • Maðurinn og frjáls vilji hans
  • Nútíma hugvísindi
  • Rangar leiðir
    Svör við spurningum m.a. varðandi Maríu mey í fyrirheitinu.
  • 6. TÖLUBLAÐ
  • Varpið á hann allri sök
  • Áður er Abraham fæddist er ég
  • Glæpur dáleiðslunnar
  • Stjörnuspeki
  • Táknin í örlögum manna
  • Trú
  • Veraldlegur auður
  • Dauðinn
  • Kraftaverk
  • Skírnin
  • 7. TÖLUBLAÐ
  • Heilagur Gral
  • Leyndarmálið Lúsífer
  • Valdsvið myrkurs og fordæming
  • Valdsvið ljóss og Paradís
  • Atburðir heimsins
  • Maður og dýr
  • Svör við spurningum o.fl. varðandi vísindi og mannkyn

Árið 1926 tók Abd-ru-shin saman í bókarformi stærsta hluta fyrirlestra sinna sem þá voru komnir út í Gralsblöðum ritröð I og gaf þá út hjá Verlag der Gralsblätter Oskar Ernst Bernhardt, í Tutzing, undir bókarheitinu

Í ljósi sannleikans – Nýr Gralsboðskapur eftir Abdruschin.

Þessi útgáfa Gralsboðskaparins (efnisyfirlit í viðauka) var og er einnig nefnd litla útgáfa eða fjólubláa útgáfa eða einnig Tutzing útgáfa (heimili Bernhardt-fjölskyldunnar og aðsetur bókaforlagsins um þær mundir) Gralsboðskaparins.

 

lila-augabe-400px

Úr 1. tölublaði Gralsblaða ritröð I birtist eingöngu fyrirlesturinn Hvers leitið þið? í útgáfu Gralsboðskaparins frá 1926. Fyrirlestrarnir Lifið! (síðara heiti í útgáfunni frá 1931 og Lokaútgáfu: Vaknið!), Leyndardómurinn mikli (síðara heiti: Að þegja) og Endurlausn (síðara heiti: Upprisa) voru ekki enn komnir inn í þessa útgáfu. Fyrirlesturinn Áður en Abraham fæddist er ég tók Abd-ru-shin heldur ekki til greina.

Svör við spurningum úr áðurnefndum tölublöðum birtust nú sem fyrirlestrar. Þetta voru til dæmis fyrirlestrarnir Trúarbrögð kærleikans og Skilin milli mannkyns og vísinda. Útgáfu Gralsboðskapar árið 1926 lauk með fyrirlestrunum Andi og Þróun sköpunarinnar. Þeir höfðu ekki verið gefnir út áður. Í 7. tölublaði Gralsblaða, síðasta tölublaði ritraðar I, var hins vegar vísað til væntanlegs fyrirlestrar um Sköpunina.

Umritun svara við spurningum yfir í fyrirlestra er glöggt vitni um víxlverkun milli höfundar og lesenda hans og áheyrenda. Skilningur þeirra – eða skilningsleysi – , spurningar og hvatningar voru oft kveikjan að frekari fyrirlestrum. Það var því frá byrjun andleg, innri gerð mannsins sem á vissan hátt var lykillinn að því formi sem boðskapnum var búinn. Þetta ferli var við lýði fram að nýskipan fyrirlestranna í Lokaútgáfunni meðan á dvölinni í Kipsdorf stóð.

Þannig taldi Abd-ru-shin sig ekki á neinn hátt bundinn af fyrri uppröðun fyrirlestra sinna í Gralsblöðum þegar hann vann að útgáfu Gralsboðskaparins sem út kom árið 1926, heldur nýtti hann sér sem höfundur til hlítar þann möguleika að raða fyrirlestrunum saman á þann hátt sem honum fannst þá nauðsynlegt og rétt.

 

  1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
  2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
  3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
  4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
  5. Samantekt
  6. Viðauki