Stiftung Gralsbotschaft

Stiftung Gralsbotschaft Hauptsitz Stuttgart
Stofnunin „Stiftung Gralsbotschaft“ er sjálfseignarstofnun óháð trúarskoðunum. Hún var stofnuð árið 1951 að tilhlutan Maria Bernhardt, ekkju höfundar „Gralsboðskaparins“, og þar er gefinn út fjöldi valinna rita um spurningar sem lúta að viðhorfi til lífsins. Meginviðfangsefni útgáfustarfseminnar er ritverkið „Í ljósi sannleikans“ eftir Abd-ru-shin. Auk þessa grundvallarrits um mannlífið, sem hefur nú verið þýtt á 18 tungumál og sem fáanlegt er í um það bil 90 löndum heims, eru þar einnig gefin út fjölmörg önnur verk.

Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft dreifir eingöngu „Lokaútgáfu“ ritverksins „Í ljósi sannleikans – Gralsboðskapur“ eftir Abd-ru-shin.

Síðustu jarðvistarár sín endurskoðaði og endurraðaði höfundurinn Gralsboðskapnum og ætlunin var að framvegis skyldi aðeins þessi útgáfa verða gefin út.

Það er skylda stofnunarinnar Stiftung Gralsbotschaft að verða við þessari eindregnu ósk höfundar – sem ekkja hans, Maria Bernhardt, og dóttir hans, Irmingard Bernhardt, komu á framfæri.