1926-1931: Tímaritin „Kallið“, „Gralsblöð“, Gralsboðskapur útgáfa 1931

 

  1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
  2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
  3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
  4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
  5. Samantekt
  6. Viðauki

 

Kafli 02

Á árunum 1926 til 1930 birtust fleiri fyrirlestrar í Gralsblöðum ritröð II (tölublöðum 1+2, tölublöðum 3, 4+5, tölublöðum 6+7) og í tímaritinu Kallið (tölublöðum 1+2, tölublöðum 3+4, tölublöðum 5, 6, 7, tölublöðum 8+9, tölublöðum 10, 11, 12, tölublaði 13).

der-ruf-400px

Útgáfan hélt síðan áfram til 1. apríl 1929 hjá Verlag der Gralsblätter Oskar Ernst Bernhardt, sem síðan sameinaðist útgáfufyrirtækinu Kallið GmbH í München.

Í tölublöðunum þremur af Gralsblöðum í ritröð II birtust eingöngu fyrirlestrar, svör við spurningum og ábendingar Abd-ru-shin en í tímaritinu Kallið, sem var tímarit um alla framsækna vitneskju, tóku auk Abd-ru-shin fyrst og fremst höfundar úr nánasta umhverfi hans til máls.

Fyrirlestrar Abd-ru-shin í tímaritinu Kallið

  • 1. / 2. TÖLUBLAÐ – Ág. / sept. 1927
  • Einu sinni var …
  • 10. / 11. / 12. TÖLUBLAÐ – Maí/ júní / júlí 1928
  • Úthelling heilags anda
  • Hvað ber manninum að gera til að komast í Guðs ríki?
  • Baráttan í náttúrunni
  • Kyn
  • Lokaorð
    (síðara heiti: Nauðsynlegt orð)
  • 3. / 4. TÖLUBLAÐ – Okt. / nóv. 1927
  • Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera!
  • 5. / 6. / 7. TÖLUBLAÐ – Des. 1927, jan. / feb. 1928
  • Jól! (ekki sama og fyrirlesturinn Jól í III. bindi Lokaútgáfu Gralsboðskaparins)
  • 13. TÖLUBLAÐ – Maí / júní 1929
  • Í ríki illra anda og vofa
  • Tegundir skyggnigáfunnar
  • Gesturinn
  • 8. / 9. TÖLUBLAÐ – Mars / apríl 1928
  • Goð – Ólympsfjall – Valhöll
  • Köllun
  • Maðurinn sem lífvera

Á árunum 1927 til 1930 birti Abd-ru-shin bæði fyrirlestra sem og svör við spurningum í tímaritinu Kallið. Í 8.+9. tölublaði Kallsins er þess getið að Abd-ru-shin hafi birt fjölda greina í Kallinu og því muni næsta tölublað Gralsblaða í ritröð II ekki koma út fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Tölublað 6.+7. – síðasta Gralsblað í ritröð II – sem hér er vísað til, kom ekki út fyrr en 1930 og ekki lengur hjá Bókaútgáfu Gralsblaða heldur hjá bókaforlaginu Kallið hf í München.

gralsblaetter-serie2-400px
  • 1./2. TÖLUBLAÐ – 1926/1927
  • Ég er Drottinn, Guð þinn!
  • Óflekkaður getnaður og fæðing Guðssonarins
  • Dauði Guðssonar á krossinum og heilög kvöldmáltíð
  • Upprisa jarðnesks líkama Krists
  • Mannshugurinn og vilji Guðs í lögmáli víxlverkunar
  • Mannssonurinn
  • 3./4./5. TÖLUBLAÐ – 1927
  • Villur
  • Kynhvötin og þáttur hennar í andlegri upprisu
  • Ég er upprisan og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig!
  • Hvað heldur svo mörgum frá ljósinu?
  • Hrópað á leiðtogann
  • Halastjarnan stóra
  • Grófgerði efnisheimurinn, fíngerði efnisheimurinn, geislun, tími og rúm
  • Rangfærslur skyggnigáfunnar
  • Lifið núna!
    Svör við spurningum o.fl. varðandi dulræna fræðslu, kjötmeti, jurtafæði
  • Segulheilun
  • Er aldur til trafala við andlega upprisu?
  • 6./7. TÖLUBLAÐ – 1930
  • Tilbeiðsla Guðs
  • Réttur barnsins gagnvart foreldrum
  • Fullkominn maður
  • Þú sérð flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu!
  • Andkristur
  • Kross heilags Grals

 

 Í Gralsboðskapnum árið 1931 er að finna 43 fyrirlestra úr útgáfunni frá 1926 og auk þess 48 fyrirlestra til viðbótar sem birtust að hluta til fyrir en að stærstum hluta til eftir 1926 í Gralsblöðunum og tímaritinu Kallið, eða birtust í fyrsta skipti í þessari útgáfu.

gb-grosse-ausg1931-d-400px

Fyrir 1926 höfðu þegar komið út fyrirlesturinn Vaknið! undir heitinu Lifið!, fyrirlesturinn Að þegja sem Leyndardómurinn mikli og fyrirlesturinn Upprisa sem Endurlausn.

Fyrirlestrarnir sem birtust í Gralsblöðum ritröð II og tímaritinu Kallið eftir 1926 (sjá hér að framan) birtust oft ekki í upprunalegri röð í þessari útgáfu heldur var þeim að hluta til komið fyrir á milli annarra fyrirlestra eða settir fram í annarri röð.

Í þessari útgáfu birtust í fyrsta skipti fyrirlestrarnir Vakið og biðjið!, Farin, Stíg niður af krossinum!, Þetta er líkami minn! Þetta er blóð mitt!, Og þúsund ár sem einn dagur!, Tilfinning, Fræðari heimanna sem og Og uppfylltist…!

Ef tekið er mið af niðurröðun fyrirlestranna í útgáfunni frá 1926 var fyrirlestrinum Vakið og biðjið! skotið inn á milli fyrirlestranna Siðsemi og Hjónaband. Fyrirlesturinn Farin kom síðan í kjölfar fyrirlestrarins Dauði.

Fyrirlestrarnir Stíg niður af krossinum! og Þetta er líkami minn! Þetta er blóð mitt! birtust fyrst milli fyrirlestranna Dauði Guðssonar á krossinum og kvöldmáltíðin og Upprisa jarðnesks líkama Krists (báðir úr Gralsblöðum ritröð II, 1. og 2. tölublaði).

Fyrirlestrarnir Dulræn fræðsla, kjötmeti eða jurtafæði, Segulheilun og Getur aldur verið til trafala við andlega upprisu? áttu rætur sínar að rekja til svara við spurningum í 3., 4. og 5. tölublaði Gralsblaða í ritröð II.

Fyrirlesturinn Kross heilags Grals birtist ekki í þessari útgáfu.

Á eftir lokaorðunum fylgdi sem viðauki Tíu boðorð Guðs (hafði þegar komið út árið 1929 sem sérstakt kver ásamt fyrirlestrinum Faðirvorið) og fyrirlestrinum Lífið.

Frábrugðið því sem var í stóru útgáfunni frá 1926 var búið að aðlaga marga staði textans að þýskum hugtökum. Í stað ‘Clown’ kom ‘Spaßmacher’ (trúður), í stað ‘Resonanz’ kom ‘Widerhall’ (endurómur) o.s.frv. Þessar breytingar gerði bókaforlagið á eigin ábyrgð við prófarkalesturinn, í takt við tíðarandann. Abd-ru-shin féllst aldrei á þessar breytingar. Irmingard Bernhardt felldi síðan aftur inn textann á grundvelli upphaflega handrits Lokaútgáfu þau hugtök sem Abd-ru-shin notaði.

 

  1. 1920-1926: Tímaritið Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1926
  2. 1926-1931: Tímaritið Kallið, Gralsblöð, Gralsboðskapur útgáfa 1931
  3. 1931-1938: Viðbrögð við Gralsboðskapnum, tímaritið Röddin
  4. 1938-1941: Endurskoðun Gralsboðskaparins, Lokaútgáfa
  5. Samantekt
  6. Viðauki