Skiljið þið nú hvers virði það er þegar ég ræð ykkur til þess að iðka af öllu afli fróman ásetning, hreina hugsun? Hverfa ekki frá því heldur ríghalda ykkur í það verkefni af allri þrá, öllum mætti! Það veitir ykkur frama! Það breytir ykkur og því sem umhverfis ykkur er!
- – Abd-ru-shin
Þrautir og gleði knýja stöðugt dyra til þess að örva hugann, hvetja hann og vekja til dáða. Svo sekúndum skiptir er maðurinn þá oft leystur frá merkingarlausu hversdagsþrasi og hann skynjar ómeðvitað jafnt í sársauka sem í sælu tengingu við andann sem streymir í gegnum allt það sem lífs er.
Og allt er vissulega líf, ekkert er dautt! Vel sé þeim sem nær að grípa og varðveita slík vensl eitt andartak, nær til hærri hæða fyrir tilstilli þeirra. Hann má ekki festast í gömlu fari, heldur skal hver og einn þroskast á eigin forsendum, af eigin innri hvötum.
- – Abd-ru-shin
Í vitneskjunni um sköpunarverkið sem ég greini frá í boðskap mínum og þeirri útlistun sem þar er að finna um öll lögmálin sem starfa sjálfvirk innan sköpunarverksins, lögmál sem einnig má nefna náttúrulögmál, má og sjá órofa vef alls sköpunarverksins sem sýnir glögglega öll ferlin og þá um leið tilgang mannlífsins og eins hvaðan það kemur og hvert það heldur af ósnertanlegri rökfestu, og veitir þar af leiðandi svör við hverri spurningu, leiti maðurinn í raun slíkra svara.
- – Abd-ru-shin