Gralsboðskapur

Í ljósi sannleikans – Gralsboðskapur eftir Abd-ru-shin

Í þremur bindum ritverksins „Í ljósi sannleikans“ er að finna alls 168 fyrirlestra sem eru efnislega samofnir og miðla heildarmynd af öllu sköpunarverkinu.

Fyrirlestrarnir sem teknir eru saman í þessari bók urðu til á árunum 1923 til 1938 en hafa enn þann dag í dag engu glatað af tjáningarmætti sínum. Í þeim er að finna víðfeðma útlistun á heiminum en hún byggir á náttúrulögmálum og lýkur upp fyrir lesandanum huldu samhengi lífsins og færir honum þannig dýrmæta leiðsögn í lífinu.

Lestu meira »

Abd-ru-shin

Abd-ru-shin

Abd-ru-shin, höfundur ritverksins „Í ljósi sannleikans“ hét Oskar Ernst Bernhardt. Hann var Þjóðverji og fæddist 18. apríl 1875 í Bischofswerda (nálægt Dresden). Nafnið Abd-ru-shin, höfundarnafn hans þegar hann ritaði fyrirlestra sína um „Gralsboðskapinn“, merkir efnislega „Þjónn ljóssins“.

Árið 1928 fluttist Oskar Ernst Bernhardt búferlum til Austurríkis þar sem hann bjó þar til þjóðernissósíalistar tóku eigur hans eignarnámi og bönnuðu verk hans „Í ljósi sannleikans“.

Lestu meira »

Frá „Gralsblöðum“ til Lokaútgáfu

Ritverk Abd-ru-shin „Í ljósi sannleikans – Gralsboðskapur“ varð til á tæplega tveimur áratugum. Fyrst birtust nokkrir fyrirlestrar í „Gralsblöðum“ („Gralsblätter“). Árið 1926 kom fyrsta „litla“ útgáfa „Gralsboðskaparins“ út, árið 1931 „stóra“ útgáfan í einu bindi og að lokum þriggja binda ritverkið eins og það liggur fyrir í dag.

Lestu meira »

Stiftung Gralsbotschaft

Stuttgart, Lenzhalde

Stofnunin „Stiftung Gralsbotschaft“ er sjálfseignarstofnun óháð trúarskoðunum. Hún var stofnuð árið 1951 að tilhlutan Maria Bernhardt, ekkju höfundar „Gralsboðskaparins“, og þar er gefinn út fjöldi valinna rita um spurningar sem lúta að viðhorfi til lífsins. Meginviðfangsefni útgáfustarfseminnar er ritverkið „Í ljósi sannleikans“ eftir Abd-ru-shin. Auk þessa grundvallarrits um mannlífið, sem hefur nú verið þýtt á 18 tungumál og sem fáanlegt er í um það bil 90 löndum heims, eru þar einnig gefin út fjölmörg önnur verk.

Lestu meira »