Í ljósi sannleikans – Gralsboðskapur eftir Abd-ru-shin

gralsbodskapur

„Í vitneskjunni um sköpunarverkið sem ég greini frá í boðskap mínum og þeirri útlistun sem þar er að finna um öll lögmálin sem starfa sjálfvirk innan sköpunarverksins, lögmál sem einnig má nefna náttúrulögmál, má og sjá órofa vef alls sköpunarverksins sem sýnir glögglega öll ferlin og þá um leið tilgang mannlífsins og eins hvaðan það kemur og hvert það heldur af ósnertanlegri rökfestu, og veitir þar af leiðandi svör við hverri spurningu, leiti maðurinn í raun slíkra svara.“
„Til að miðla fólki slíkri þekkingu sem veitir honum yfirgripsmikla og skiljanlega og sannfærandi lýsingu á eðli starfa Guðs í réttlæti hans og ást, skrifaði ég bókina »Í ljósi sannleikans« þar sem ekkert er undanskilið, sem á svar við sérhverri spurningu, sem lýsir á skýran hátt hversu dásamlegir vegir sköpunarverksins eru þar sem finna má marga þjóna vilja hans.“
„Með boðskap mínum lýk ég upp fyrir ykkur bók sköpunarverksins! Boðskapurinn sýnir ykkur á skýran hátt táknmál Guðs í sköpunarverkinu, sem þið skuluð læra, þannig að þið getið tileinkað ykkur það.“

  • – Abd-ru-shin