Algengar spurningar (FAQ)

Á þessari síðu er að finna svör við spurningum sem oft eru bornar upp á fyrirlestrum eða á samskiptaeyðublaðinu á netinu. Smám saman bætast fleiri svör við spurningum á listann.

Yfirlit yfir spurningar:

01   Hvað er „Gralsboðskapurinn“?

Ég hef oft heyrt minnst á „Gralsboðskapinn“. Hvað er nákvæmlega átt við?

„Gralsboðskapur“ er undirtitill bókarinnar „Í ljósi sannleikans“, þriggja binda safns fyrirlestra sem miðla rökföstum svörum við spurningum um mannlífið og uppbyggingu sköpunarverksins á skýran, skiljanlega hátt. Höfundur ritverksins er Abd-ru-shin (Oskar Ernst Bernhardt, 1875-1941).

Megináherslan felst í að útskýra lögmál sköpunarinnar. Á þeim grundvallast svörin við mikilvægustu spurningum mannlegrar tilveru – Hvaðan komum við? Hvert höldum við? Hver er tilgangur lífs okkar? – spurningum sem svarað er ítarlega. Í huga lesanda fyrirlestranna verður smám saman til víðtæk heildarmynd af öllu sköpunarverkinu, honum verða ljósir stóru drættirnir í samhengi þess sem á sér stað í veröldinni, en hann gerir sér jafnframt grein fyrir ábyrgð sinni á eigin lífi. „Gralsboðskapurinn“ hvetur til andlegs þroska og grundvallast á kristilegum gildum. Samt er hann óháður trúarskoðunum og beinir orðum sínum til sérhvers manns – óháð trúariðkun eða þjóðerni.

Fyrirlestrar „Gralsboðskaparins“ urðu til þegar á árunum 1923 til 1938 en hafa ekki glatað neinu af upprunalega altæka gildi sínu. Ritverk Abd-ru-shin hefur nú verið þýtt á 17 tungumál og er nú fáanlegt í um það bil 90 löndum. Í heild er hér um að ræða grundvallarrit vitneskju um sköpunarverkið og um leið góðan grunn undir nálgun náttúrufræða og trúarbragða.

Eins og sjá má af titlinum er „Gral“ snar þáttur í „Gralsboðskapnum“. Lesandinn kynnist þeim háleita raunveruleika sem býr að baki sagna og goðsagna um „kaleikinn sem gjafara lífs“.

Um leið er vitneskjan sem finna má í fyrirlestrum „Gralsboðskaparins“, sem eru 168 talsins, fyrst og fremst mikilvæg hjálp til sjálfshjálpar. Þetta er vegna þess að af vitneskjunni um samhengi hlutanna – allt frá mætti hugsana til mikilvægis náttúrulögmála fyrir líkamlega heilsu – má leiða lausnir á mörgum persónulegum vandamálum en einnig á afgerandi uppsprettum vandamála samtímans, hvort heldur fjallað er um spurningar sem lúta að hjónabandi og fjölskyldu, sálrænum kreppum og örlagaþrungnum atvikum eða ógnvænlegri þróun samfélagsins.

Hins vegar færir „Gralsboðskapurinn“ okkur hvorki tilbúnar lausnir né ströng fyrirmæli um rétta hegðun heldur miðar hann að vitundarvakningu andlega frjálsra manna með vökula, gagnrýna hugsun. Markmiðið er að hvetja til slíkrar vitundarvakningar og vísa að endingu veginn til skilnings á Guði.

02   Hver var Abd-ru-shin?

Hver var Abd-ru-shin? Hvað felur þetta nafn í sér?

Borgaralegt nafn Abd-ru-shin var Oskar Ernst Bernhardt. Hann fæddist 18. apríl 1875 í Bischofswerda (nálægt Dresden). Upphaflega starfaði hann sem verslunareigandi en frá árinu 1908 sinnti hann eingöngu ritstörfum – eftir reynslu sína á löngum ferðalögum. Hann birti smásögur, skáldsögur, ferðalýsingar og sér í lagi leikverk sem nutu vinsælda og voru sýnd árum saman. Hann dvaldi um langa hríð í London og eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út var Þjóðverjinn Oskar Ernst Bernhardt tekinn höndum og hafður í haldi til 1919 á „Isle of Man“. Eftir heimkomuna settist hann að í Dresden.

Frá 1923 hóf hann að semja fyrirlestra „Gralsboðskaparins“ undir áhrifum eigin lífsreynslu og í því skyni að leggja fram gagnlega vitneskju sem geti verið „ljós og stafur“ öllum þeim mönnum sem leituðu sannleikans. Í samræmi við þetta ætlunarverk tók hann sér rithöfundarheitið Abd-ru-shin.

Árið 1928 fluttist Abd-ru-shin til Austurríkis og keypti þar setur fyrir ofan Schwaz í Tíról og vann þar áfram að meginriti sínu „Í ljósi sannleikans“. En þegar þjóðernissósíalistar innlimuðu Austurríki 1938 var hann sviptur eigum sínum og „Gralsboðskapurinn“ var bannaður. Abd-ru-shin varð að yfirgefa Tíról og bjó upp frá því undir eftirliti Gestapo allt til dauðadags – 6. desember 1941 – í Kipsdorf (í héraðinu Erzgebirge).

03   Stofnaði Abd-ru-shin trúarbrögð?

Kenningar Abd-ru-shin hafa á köflum á sér yfirbragð trúarbragða. Var Abd-ru-shin stofnandi nýs trúarsamfélags?

Í mörgum uppsláttarritum nútildags er Abd-ru-shin kynntur og honum lýst sem stofnanda trúarbragða eða kirkju. Slíkt er hins vegar í andstöðu við ætlunarverk hans þar eð hann beindi fyrirlestrum sínum alltaf að einstaklingnum og hafði ekki í hyggju að koma á fót nýrri stofnun sem skyldi vera miðill milli Guðs og manns.

Þar fyrir utan var hann afdráttarlaust á móti hvers kyns persónudýrkun. Honum var mjög í mun að hann yrði ekki gerður að þungamiðjunni heldur einungis það sem hann hafði fram að færa. Þetta kann að hafa verið ein af ástæðum þess að hann tók upp dulnefnið „Abd-ru-shin“.

Að efninu til fékkst Abd-ru-shin við margar spurningar, einkum úr kristinni hefð, sem telja mætti trúarlegs eðlis. Það var líka eitt af yfirlýstum markmiðum hans að leiða manninn aftur til Guðs. En andlega leið hans skyldi verða manninum eðlilegur grundvöllur lífsins í stað þess að enda í „blindri trú“ eða leiða til „sunnudagahugarfars“ sem vakni ekki til lífsins nema fyrirvaralaust utan hins daglega amsturs. Að þessu leyti ætti hvorki að telja kenningar „Gralsboðskaparins“ til „trúarbragða“ né „dulspeki“ eða nokkurs annars afmarkaðs hugmyndaflokks.

04   Hvað merkir nafnið „Abd-ru-shin“?

Arabíski hluti nafnsins „abd“ merkir „vinnumaður, þjónn“, orðhlutann „ru-shin“ sem dreginn er af persnesku má þýða sem „ljómandi, bjartur, skýr“. Nafnið Abd-ru-shin merkir því efnislega: Þjónn ljóssins.

Oskar Ernst Bernhardt notaði þetta nafn (til 1934 einnig með rithættinum „Abdruschin“) um öll rit „Gralsboðskaparins“.

Með þessu nafni er einkum verið að tjá það hlutverk sem Abd-ru-shin helgaði sig en það vísar einnig til fyrra jarðlífs um það bil 1200 fyrir Krist.

05   Hvaðan barst Abd-ru-shin vitneskjan?

Ég spyr mig þessarar spurningar: Hvaðan barst höfundi „Gralsboðskaparins“, Abd-ru-shin, þessi vitneskja sem mannveru getur ekki hlotnast? Hann talar eins og hann sjái allt frá sjónarhóli Guðs. Er hann einhvers konar spámaður, líkt og Hildegard von Bingen? Eða miðill, sjáandi?

Probably everyone who has read “The Grail Message” not only superficially but in some depth, has been confronted at some point in time with such questions. Abd-ru-shin himself once took the following position when asked a similar question:

„Ég er ekki sjáandi í venjulegum skilningi, en eys ekki heldur úr annarra brunnum. Ég þarf á hvorugu að halda. Ég líki heldur ekki eftir neinum, eins og sumir vilja meina. Það er ekki svo að ég sé að viða að mér efni frá öðrum. Ef vart verður áþekkra hljóma úr ýmsum eldri og nýrri áttum þá er orsökin einungis sú að í þeim felast sannleikskorn. Þau hljóta alls staðar að vera eins og er því einnig að finna í fyrirlestrum mínum.

Ég skapa sjálfur og skeyti ekki saman! (…) Ég vil að menn sannreyni orð mín og taki þau til sín að svo miklu leyti sem slíkt er hægt vegna þess að án eigin sannfæringar sérhvers mann eru þau marklaus. En sannfæringin má ekki þjóna þeim tilgangi að gera boðberanum til geðs heldur verður hún að spretta af innri samhljómi við það sem sagt er!“

Og á öðrum stað segir:

„Það var þess vegna mjög mikilvægt fyrir Abd-ru-shin að vita að það væri ekki hann sem væri miðpunktur athyglinnar heldur kenningar hans.“

06   Hvert er samband „Gralsboðskaparins“ við aðrar kenningar?

Ég hef fengist við „Gralsboðskapinn“ og hef fundið þar, auk margra áhugaverðra hugsana, mótsagnir við aðrar kenningar. Hver er helsti munurinn á „Gralsboðskapnum“ og öðrum kenningum?

Ritverk Abd-ru-shin er ekki afmörkuð kenning sem bera mætti saman við aðrar fullyrðingar. „Gralsboðskapurinn“ kýs að bjóða nærtækar ábendingar og hjálp öllum mönnum
sem leita sannleikans. En hver og einn verður að sannreyna og gera upp við sig hvað má verða honum til framdráttar eða höfði til hans og hvað ekki. Samanburður kennikerfa er hins vegar alltaf markaður af vitsmunum og einkennist af hugsunum sem lúta að röðun og flokkun. Slíkt skilar innri upplifun líklegast ekki ýkja miklu.

Því besta niðurstaðan er fengin þegar sannleiksleitinni lýkur í því sem leitað er, þegar hægt er að segja í innri sátt „hér á ég heima“. Þessi tilfinning sem lætur trú einstaklingsins þróast yfir í sannfæringu lærist ekki með samanburði vegna þess að hún nær yfir meira en vitsmunatengd þekkingarleit gerir og dómar skynseminnar eiga ekki við um hana. En lifandi sannfæring endar aldrei í trúarofstæki eða trúarbragðastyrjöldum vegna þess að leið hennar og markmið er uppbygging og göfgi, kærleikur til Guðs og náungans.

Þessa leið ráðleggjum við – ekki regluna um að vera í andstöðu við aðrar kenninga.

Vakna frekari spurningar? Nýtið ykkur samskiptaeyðublað okkar!