Í þremur bindum ritverksins Í ljósi sannleikans er að finna alls 168 fyrirlestra sem eru efnislega samofnir og miðla heildarmynd af öllu sköpunarverkinu.
Fyrirlestrarnir sem teknir eru saman í þessari bók urðu til á árunum 1923 til 1938 en hafa enn þann dag í dag engu glatað af tjáningarmætti sínum. Í þeim er að finna víðfeðma útlistun á heiminum en hún byggir á náttúrulögmálum og lýkur upp fyrir lesandanum huldu samhengi lífsins og færir honum þannig dýrmæta leiðsögn í lífinu.
Ritverkið Í ljósi sannleikans varð einkum þekkt um allan heim vegna þess að það veitir rökrétt svör við stóru spurningum mannkynsins, svo sem um tilgang lífsins, réttlæti örlaganna eða varðandi líf eftir dauðann. Það hefur nú verið þýtt á 22 tungumál og er fáanlegt í meira en 90 löndum.
Eitt af markmiðum höfundar var að færa lesandann nær sönnu lífi, veita honum dýrmæta hvatningu til að þroska eigin persónuleika og leiða hann inn á braut skilnings sem einnig tekur til skilnings á Guði. Fyrirlestrarnir sem teknir voru saman í ritverkið Í ljósi sannleikans skulu þannig þjóna sem ljós og stafur óháð trúarviðhorfi eða trúariðkun nokkurs manns. Fyrir Abd-ru-shin vakti hvorki að stofna ný trúarbrögð né sértrúarsöfnuð né trúarsamfélag.
Útskýringar ritverksins Í ljósi sannleikans grundvallast á einföldum, skiljanlegum náttúrulögmálum sem eru jafn virk í ytri heimi sem í innra sálarlífi. Þær skírskota til dæmigerðar reynslu manna, benda á styrkleika og veikleika og draga fram hulda breyskleika – en einnig þau fjölmörgu tækifæri sem daglegt líf hefur að bjóða til andlegra framfara. Lesandinn á þannig kost á að koma á ný auga á efni fyrirlestranna í eigin lífi og staðfesta sannleiksgildi þeirra. Á þennan hátt getur andleg, tilfinningaleg reynsla sameinast efnistengdum, rökréttum ályktunum í eina víðtæka heildarheimsmynd þar sem engin skil eru á milli sannleiksleitar náttúruvísinda og sannleiksleitar trúar.
Ritverkið Í ljósi sannleikans ber undirtitilinn Gralsboðskapur, undirtitil sem er sannarlega ekki algengur. Hugtakið Gral er núorðið yfirleitt bundið hugrenningatengslum við þrá og draumsýnir eins og þær eru varðveittar í goðsögnum, sögum og sér í lagi einnig í listaverkum. Samkvæmt útskýringum Abd-ru-shin byggir þessi geymd á raunverulegum fyrirbærum sem eru lykilatriði fyrir tilvist og varðveislu alls sköpunarverksins. Á sama tíma vísar hugtakið boðskapur til þess sérstaka, háleita uppruna sem vitneskjan sem fyrirlestrarnir miðla á rætur sínar að rekja til.
En samt er leiðin sem vísað er á í ritverkinu Í ljósi sannleikans í eðli sínu afar einföld. Hún á ekkert skylt við dulspeki eða leyndardómsfulla sérstöðu, er hinsvegar, líkt og upphaflega kenning Jesú, afar krefjandi. Því ætlunin er ekki aðeins að efla sjálfstæða, fordómalausa og málefnalega hugsun heldur fyrst og fremst heita þrá eftir hinu góða. Að vinna þannig með sjálfan sig og í þágu náungans getur komið manninum til andlegs þroska.
Hér fara á eftir nokkur af fjölmörgum mikilvægum umfjöllunarefnum sem ritverkið Í ljósi sannleikans gefur ítarleg svör við:
• Ábyrgð og örlög/karma
• Dauði og endurtekin jarðlíf/endurholdgun
• yndafall og erfðasynd
• Hérheimar og handanheimar séðir sem ein heild
• Náð og kærleikur skaparans
• Líkami, sál og andi
• Guðssonur og mannssonur